Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

Arfurinn SKILNAÐURINN 113 76 Álfrún hafði hrokkið í kút og glennt upp augun þegar mamma Hannesar hvæsti á hana. Augu þeirra Hannesar mættust eitt augnablik þar sem þau stóðu þarna á milli for- eldra sinna. Hannes var ekki einu sinni viss af hverju hann sagði það en það hrökk upp úr honum. – Fyrirgefðu, mamma, það var mér að kenna. Ég var að leita að … ég var að leita að myndaalbúmum og tók óvart þessa möppu. Ég hef ekki gengið frá henni aftur. Þess vegna var hún á borðinu. Fyrirgefðu. – Hannes minn, þú hefur ekkert gert af þér, sagði Siggi vinalega. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Við erum fjöl- skylda. Hér eru engin leyndarmál. Við þurfum bara að vinna úr þessu. En Hannes vissi um leið og Siggi sagði þetta að það var ekki satt. Ekki lengur. Þau voru ekki lengur fjölskylda. Ekki fyrst hann hafði séð bréfin. – Takk, hafði Álfrún hvíslað seinna um kvöldið. Takk fyrir að bjarga mér. – Ekkert mál, hafði Hannes hvíslað á móti. Það var í alvöru ekkert mál. Hann hafði alveg vitað að mamma yrði ekki jafnreið við hann eins og hún hefði orð- ið við Álfrúnu ef hún hefði vitað að Álfrún hefði verið að gramsa í kassanum. – Jú, það var í alvöru mjög fallegt af þér, sagði Álfrún. Ég skulda þér greiða. Stóran greiða. Ég vissi ekki hvað Af hverju tekur Hannes á sig sökina? Hér kom hinn hlutinn af svarinu! Álfrún kom að keyra Hannes á Snæfellsnes vegna þess að hann gerði henni þennan risastóra greiða fyrir þremur árum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=