Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir
110 Arfurinn SKILNAÐURINN SKILNAÐURINN – 11. KAFLI Megintilgangur: Að mynda tengingar, bæði á milli textans og annarra texta og textans og eigin reynslu. FYRIR UPPLESTURINN Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í text- anum. Skoðið saman yfirlitsmyndina og ræðið um aðferðina Að draga ályktanir. Útskýrðu fyrir nemendunum að í þessum kafla ætlið þið að taka sérstaklega eftir því sem ekki stendur í sjálfum textanum með því að skrá niður atriði sem tengjast eigin reynslu eða öðrum hlutum textans. Lestu aftur upp [síðasta hlutann í 10. kafla] til að koma ykkur aftur inn í at- burðarás sögunnar fyrir upplesturinn. Í UPPLESTRINUM Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræða : Hvað er endurlit í frásögn? Sagan okkar gerist í rauntíma Hannesar og Álfrúnar. Á sama tíma er okkur smám saman sögð forsaga þeirra, aðallega með litlum molum hér og þar. Í þessum kafla fáum við hins vegar að vita allan sannleikann, með svokölluðu ‘endurliti’ þar sem Hannes hugsar til baka. • Umræður : Allt í einu skiljum við af hverju Hannes og Álfrún hættu að til- heyra sömu fjölskyldu og af hverju þau hafa ekki talast við í þrjú ár. Hvern- ig er myndin af mömmu Hannesar búin að skýrast? Hvað gæti amað að henni? Hannes hefur lært snemma að bera ábyrgð á sjálfum sér – er það börnum hollt? • Umræður : Hver var stóri greiðinn sem Hannes gerði Álfrúnu? Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? • Önnur smáatriði sem gætu skipt máli : • Ræðið saman um vísbendingarnar í textanum. Mamma Hannesar segist vera ‘afburðamanneskja’. Hvað gæti hún átt við með þessum orðum? Það er ekki hægt að kveikja í bókinni. Getur verið að það verði að gera það þann 21. júní? Á sumarsólstöðum? Hvað er svona merkilegt við þær? Orð í texta: innheimtubréf sveitarfélag Að draga ályktanir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=