Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

106 Arfurinn RÆKJUSAMLOKA RÆKJUSAMLOKA – 10. KAFLI Megintilgangur: Að æfa sig í að taka saman efni texta með því að velja heiti á kafla. FYRIR UPPLESTURINN • Farðu yfir orð og orðasambönd sem gætu reynst flókin – sjá merkt orð í textanum. • Taktu saman atburðarás síðasta kafla. Leiddu umræðuna um samantektina og leyfðu nemendum að taka þátt þar til samantektinni er lokið. Síðasti kafli bar yfirskriftina „Kappakstur“. Þar kom í ljós að Hannes er sko ekki að ímynda sér neitt; það eru í alvöru ofbeldisfullar furðuverur á eftir honum og þær svífast einskis til að koma höndum yfir bókina. Hannes og Álfrún rétt ná að sleppa úr klóm þeirra á bensínstöðinni. • Spjallaðu aftur um að kaflaheiti gefi vísbendingar um efni kaflans og sé því á vissan hátt eins konar samantekt. • Biddu nemendur um að láta sér detta í hug gott kaflaheiti á kafla dagsins. Leggðu áherslu á að kaflaheitin sem þau stinga upp á eigi að fela í sér stutta samantekt á efni kaflans. Í UPPLESTRINUM • Hugsaðu upphátt eða spurðu spurninga – sjá spássíutexta í köflum. AÐ UPPLESTRI LOKNUM • Umræða : Hvaða heiti viljið þið gefa þessum kafla? Hvers vegna stakkstu upp á einmitt þessu kaflaheiti? • Skrifaðu tillögur nemendanna upp á töflu og ræðið þær. • Lestu upp kaflaheiti rithöfundarins: „Rækjusamloka“. • Umræða : Hvað vakti fyrir höfundinum með því að velja þetta kaflaheiti? Þessi kafli ber ansi sérstakt heiti. „Rækjusamloka“. Hvernig líður ykkur með þetta kaflaheiti? Passar það vel inn í æsispennandi frásögn um furðuverur og galdrabækur? Er rithöfundurinn kannski að stríða lesendum? Er einhver tillaga frá nemanda betri en kaflaheiti rithöfundarins? Ýttu undir umræður um þetta atriði . • Taktu saman efni kennslustundarinnar með því að ræða við nemendur um megintilgang hennar. Náðum við settu marki og hvernig gerðum við það? Rifjaðu upp hvaða aðferðir þið notuðuð í upphafi kennslustundarinnar til að taka saman efni síðasta kafla. Leggðu áherslu á að kaflaheiti eigi á vissan hátt að endurspegla efnisinnihald kaflans; að kaflaheitið sé eins konar saman- tekt. Orð í texta: gjóa neðanjarðarhvelfing Að taka saman texta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=