Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir

10 AÐ TÚLKA OG DRAGA ÁLYKTANIR Hægt er að túlka textann út frá vísbendingum og ályktunum sem dregnar hafa verið af textanum sjálfum, eigin reynslu og innri myndum. .Þegar þú æfir þig og nemendur þína í að túlka í sameiningu geturðu byrjað á því að orða þínar eigin spurningar og svara þeim upphátt: „Hm, ég velti því fyrir mér hvort þetta muni ekki hafa eitthvað að segja fyrir … ?“ Síðar geturðu látið nemendurna velta spurningum þínum fyrir sér og svara þeim: „Af hverju ætli höfundurinn hafi orðað þetta svona?“ Gættu þess að umorða spurningarnar. Taktu gjarnan saman vísbendingar fyrir nemendur og deildu með þeim þínum eigin innri myndum eða reynslu áður en þú lætur þau um að draga sínar eigin ályktanir. Þegar síðar kemur í ljós hvort ályktanir ykkar voru réttar skaltu velta vöngum yfir því upphátt. .Þjálfaðu nemendur þína smám saman í því að túlka textann upp á eigin spýtur með því að bjóða upp á samtal og rökræður um hann. Þannig eykst túlkunar- geta þeirra jafnt og þétt og færi gefast á því að skoða hlutina frá nýjum sjónar- hornum. AÐ SJÁ FYRIR SÉR/AÐ GERA SÉR Í HUGARLUND Með því að sjá fyrir sér innri myndir lifnar textinn við og nemendur öðlast bæði betri skilning á honum og tengingu við hann. Eigin reynsla hvers lesanda hefur áhrif á það hvernig hann sér textann fyrir sér og því skapa allir ólíkar innri mynd- ir. Í öllum lesskilningsaðferðunum er mikilvægt að geta séð innri myndir fyrir sér. Þegar gera þarf samantekt á textanum eða spá fyrir um framvindu hans er til að mynda gagnlegt að geta séð fyrir sér efni hans sem kvikmynd eða myndskeið; það hjálpar til við að muna mikilvæg atriði. .Þegar þú æfir nemendur í að sjá fyrir sér innri myndir geturðu varpað fram spurningum sem hvetja þau til að nota eigin skynfæri, til dæmis: „Hvað sérðu? Hvað heyrirðu? Hvaða lykt finnurðu? Hvaða bragð finnurðu?“ Með undirbúningi er einnig hægt að vinna með innri myndir á skapandi hátt, t.d. með teikningum eða hlutverkaleikjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=