Lesið í skóginn

9 UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Gyða Björk Björnsdóttir Gróðurhúsaáhrif YNGSTASTIG MIÐSTIG Markmið: Að efla færni nemenda til að geta tekið rökstudda afstöðu, efla gagnrýna hugsun og víðsýni. Nemendur skilji og átti sig á mikil- vægi skóga fyrir orkuflæði og hringrásir í vistkerfum. Auka þekkingu á umhverfinu. Námsgreinar: Náttúrugreinar, íslenska og samfélagsgreinar. Tæki og tól: Dagblaðagreinar, kennslubækur, ítarefni m.a. kennslubækur framhaldsskóla í náttúrufræði, Vísindavefur HÍ og aðrar ábyrgar heimildir. Verklýsing: Í þessu verkefni rannsaka nemendur áhrif mannsins á umhverfi sitt. Styrk súrefnis og koltvíoxíðs í andrúmslofti og fyrirsjáanlegar breytingar. Hvað getum við gert? Í upphafið er farið í vettvangsferð og kennari er með innlögn um loftslagsbreytingar þar sem talað er út frá nýlegum staðreyndum um efnið. Málin eru rædd og komið með mögulega afstöðu hvers og eins ásamt hugmyndum um hvað hægt sé að gera til að bregðast við vandanum. Þá er nemendum skipt í hópa og hver hópur fer í heimildavinnu og rifjar upp gróðurhúsaáhrif og loftslagsmál með aðstoð. Eftir þessa vinnu þarf að taka sameiginlega afstöðu og nemendur skila af sér grein eða pistli þar sem kemur fram í byrjun rannsóknarspurningu um vandamál eins og samgöngur, minnkandi skóga eða mataræði og svo niðurstöður út frá þeirri rannsóknar- spurningu. Hver hópur kynnir sinn afrakstur og svarar spurningum. Hér er umfjöllunarefnið námsefni unglinga- stigs: gróðurhúsaáhrif, loftslagsbreytingar og hringrás súrefnis og koltvíoxíðs. Ætlast er til að nemendur geti skýrt mögulegar afleiðingar þess ef jafnvægi raskast og hver áhrif mannsins eru fyrir jörðina. Gott væri að hafa sjálfs- og jafningjamat.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=