Lesið í skóginn

6 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ólafur Oddsson Fuglarnir í grenndarskóginum Markmið: Efla þekkingu á skógarfuglum og lifnaðarháttum þeirra. Auka þekkingu á umhverfinu og efla hæfni í greiningu á aðstæðum. Námsgreinar: Náttúrugreinar, samfélagsgreinar. Tæki og tól: Fuglabækur, netmiðlar og Náttúrufræðistofnun. Kíkir, bækur eða aðrar upplýsingar um hvaða fugla hugsanlega er að finna í skóginum á hverjum árstíma. Verklýsing: Leita upplýsinga um helstu skógarfugla á Íslandi í bókum, á netinu eða með skoðunar- ferð í grenndarskóg og kortleggja fjölda þeirra, tegundir og ummerki í skóginum, athuga sérstaklega egg á varptíma. Svara spurningum eins og um varpstaði, fæðuöflun, viðveru á ýmsum tímum ársins. Hvaða fuglar eru það sem velja skóginn sem búsvæði og hvaða breytingar hafa átt sér stað með aukinni skóg- rækt? Hvaða tegundir hafa bæst við og hvernig haga þær lífi sínu í skóginum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=