Lesið í skóginn

50 UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundar: Brynjar Skúlason og Ólafur Oddsson YNGSTASTIG MIÐSTIG Viðarmagn: Nýting Markmið: Að nemendur kynnist hlutföllum vatns, barkar og sags í vinnslu bolviðar í viðarvinnslu. Efla leikni í vinnubrögðum og auka hæfni í sjálf- stæðum vinnubrögðum. Námsgreinar: Smíði, náttúrugreinar og stærðfræði. Tæki og tól: Vigt, sög, pappír og skriffæri, málband, klafa (til að mæla þvermál), vasareiknir. Verklýsing: Nemendur fella tré. Viðarbútur er vigtaður ferskur. Því næst er hann þurrkaður og þá vigt- aður aftur til að finna hversu mikið vatnsmagn hefur farið úr honum. Rúmmál viðardrumbs er mælt en það er hægt að reikna út frá ummáli og/eða þvermáli í miðju drumbsins. Til við- bótar má reikna rúmmál barkarins. Hægt er að reikna rúmmál barkar með því að draga rúmmál viðarins frá heildarrúmmáli og stendur þá eftir rúmmálið á berkinum. Hversu mikið léttist viðurinn við það að þorna og hversu mikið sagast af honum í vinnslu, t.d. þegar honum er flett? Hægt er að gera ýmsar mælingar, t.d. með því að vigta ferskan viðarbol eftir að hann hefur verið felldur og aftur þegar hann er orðinn þurr. Á sama hátt má mæla hversu mikið fer í afsag og börk við vinnslu. Nýta má afsag, við og börk í smíðakennslu síðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=