Lesið í skóginn
49 MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ólafur Oddsson YNGSTASTIG Flutningur á sjálfsánum plöntum Markmið: Kynna nemendum fyrir því hvernig hægt er að flytja plöntur sem hafa sáð sér of þétt og á ranga staði og hægt er að nýta betur annars staðar. Þjálfa leikni nemenda á vettvangi og efla hæfni í verklegu námi. Námsgreinar: Náttúrugreinar og samfélags- greinar. Tæki og tól: Stunguskófla, greinaklippur, strigi, fötur, snæri, merkiband, vatn og áburður. Verklýsing: Gott er að hafa unnið verkefnið Sjálfsánar plöntur áður en hafist er handa. Kynna verk- efnið fyrir nemendum og gera þeim grein fyrir framkvæmdinni. Útskýra verkaskiptingu og vinnu á vettvangi. Ræða má hvers vegna tréin vaxa þar sem þau eru og leita eftir hugmyndum þeirra um hvar sé best að koma þeim fyrir þegar þau hafa verið stungin upp. Verkefnið gerir ráð fyrir því að nemendur leiti að sjálfsánum trjáplöntum í nágrenni skólans eða í grenndarskógi og velti fyrir sér hvaðan fræið hafi komið og hvers vegna fræið spírar þarna. Skoða myndir af trjáplöntum sem hugs- anlega kynnu að finnast á svæðinu. Verkfærum og búnaði skipt niður á nemendur og þeir gerðir ábyrgir fyrir einstökum þáttum. Hægt er að merkja fyrir fram þau tré sem stinga á upp með því að hnýta á þau borða eða band. Ekki skal endilega leita að stærstu plöntunum því þeim er að jafnaði erfiðara að ná upp án þess að skemma rótarkerfið. Nauðsynlegt er að grafa fyrst holu fyrir plöntuna og setja í hana áburð og finna síðan plöntu til að setja í hana. Mikilvægt er að plantan sé stungin upp með hnaus en ekki slitin upp þannig að ræturnar verði berar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=