Lesið í skóginn
48 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ólafur Oddsson Fræsöfnun í skógi – barrtré Markmið: Færa nemendur nær náttúrunni, gefa innsýn í lífsferil trjáa og tengja það hefðum í jólahaldi. Þjálfa leikni nemenda á vettvangi og efla hæfni í verklegu námi. Námsgreinar: Náttúrugreinar, stærðfræði, samfélagsgreinar. Tæki og tól: Pokar úr plasti, taui eða pappír. Góðir hanskar því furukönglar eru með gadda sem stinga og furukönglar geta líka verið nokkuð fastir á greinum furunnar. Furan byrjar ung að fram- leiða fræ og er því auðvelt að ná könglum af minni furutrjánum. Lerkiköngla er oft að finna neðan til á greinum lerkisins. Merkipenna þarf til að skrifa af hvaða tré könglarnir eru. Verklýsing: Farið í fræsöfnunarleiðangur á tímabilinu frá október fram í mars. Kortlagt hvar köngla er að finna, teknar prufur og spírunarhæfni prófuð, efniviður settur í geymslu til vorsins og köngl- arnir notaðir til skreytinga fyrir jólin. Sótt er efni í skóg þegar fjallað hefur verið um verkefnið í upphafi kennslustundar eða næsta tíma á undan. Skráð er á pokana af hvaða tré hvaða könglar voru teknir og merkt með lýsingu eða borða svo hægt sé að rekja uppruna fræsins. Könglarnir eru geymdir við stofuhita, gjarnan nálægt ofni, í bréfpoka eða opnum plastpoka. Spírunarhæfni fræsins er prófuð áður en það er sett í geymslu með því að setja t.d. 10 fræ í vota bómull og telja síðan þau sem spíra. Þegar könglarnir hafa opnað sig má hrista þá í pok- anum kröftuglega eða slá könglinum niður á borðið með því að halda öðrum lófanum þann- ig að hann varni því að fræin spýtist úr um allt. Könglana má síðan nota til skreytinga. Ef spír- unarhæfni fræsins reynist góð má nota þau til að sá um vorið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=