Lesið í skóginn

46 YNGSTA STIG MIÐSTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Hrund Harðardóttir EFSTASTIG Allir þurfa bústað Markmið: Að nemendur átti sig á mikilvægi og vali dýra og manna á bústað með áherslu á umhverfið og frumþarfir manna og annarra dýra. Auka þekkingu á umhverfinu og efla hæfni í greiningu á aðstæðum. Þjálfa leikni nemenda á vettvangi og efla hæfni í verklegu námi. Námsgreinar: Náttúrugreinar, íslenska, myndmennt og samfélagsgreinar. Tæki og tól: Teiknipappír, litir, flettitafla, myndir af mismun- andi bústöðum. Gott að vera með mjög mikið af myndum til að skapa umræðu. Verklýsing: Kennari ræðir við bekkinn. Rætt um að allir þurfa bústað og hvað það er sem fylgir bústað manna og dýra. Hvað er líkt og hvað er ólíkt? Nemendur gera bústað manna (tveir saman) og sýna nauðsynleg svæði; matstað, samverustað, hvíldarsvæði o.fl . Umræður um bústaði sem við þekkjum ekki: Hvernig líta þeir út, t.d. bústaðir ánamaðks og kóngafólks? Í framhaldið eru skoð- aðar myndir af ýmsum bústöðum. Hvaða svæði þurfa aðrar lífverur að hafa og hvaða svæði þurfa allar manneskjur að hafa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=