Lesið í skóginn

45 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Joseph Cornell (staðfært) Að kynnast tré Markmið: Að nemandi kynnist og upplifi umhverfið án þess að sjá. Auka þekkingu á umhverfinu og efla hæfni í greiningu á aðstæðum. Að nemandinn skilji mikilvægi sjónar og skynfæra við að lesa og greina umhverfi sitt og kynnist þannig náttúru á nýjan leik. Námsgreinar: Náttúrugreinar og samfélags- greinar. Undirbúningur : Ræða þarf við nemendur um skynfærin og mikilvægi sjónarinnar. Treflar eða klútar fyrir helming þátttakenda. Verklýsing: Þátttakendur kynnast ákveðnu tré með bundið fyrir augu og eiga síðan að þekkja það aftur þegar bandið hefur verið tekið frá. Ræða þarf við nemendur um mikilvægi skynfæra okkar í daglegum athöfnum. Byrja þarf á að para nemendur saman, tvo og tvo. Velja stað í skóginum þar sem gott pláss er á milli trjáa eða notalegan trjálund. Nemendur fá þá lýsingu að þeir eigi að leiða hver annan að ákveðnu tré (annar með bundið fyrir augun) og kynnast trénu nógu vel til að nemandi þekki það aftur af eigin raun. Sá sem leiðir fer með hinn aftur á byrjunarstað og þaðan á hann að reyna að finna tréð sitt aftur, án þess að vera með bundið fyrir augun. Mikilvægt er að brýna fyrir þátttakendum að nýta sér öll önnur skynfæri: snertingu, heyrn, lykt og bragð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=