Lesið í skóginn

42 MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ólafur Oddsson YNGSTASTIG Grisjun ungskógar Markmið: Að nemendur kynnist vinnu í skógi og meti gildi skógarins fyrir náttúru, mannlíf og menningu. Auk þess fá nemendur útiveru, samveru og hreyfingu. Verkefnið eykur þekk- ingu á umhverfinu og eflir hæfni í greiningu á aðstæðum. Námsgreinar: Smíði, stærðfræði, náttúru- greinar og samfélgastgreinar. Tæki og tól: Greinaklippur og greinasagir. Fjöldi eftir þátttakendum. Verklýsing: Verkefnið gengur út á að fækka trjám sem eru farin að vaxa saman og skemma hvert annað. Taka þarf ákvörðun um hvaða tré eigi að fella og hver að standa til framtíðar. Best er að horfa fyrst á heilbrigði trjánna. Eru sár á stofni eða ítrekaðar kalskemmdir sem lýsa sér í margtoppa runnalaga tré? Síðan má skoða hvort ákveðnar tegundir séu í minnihluta og því ástæða til að halda frekar upp á þær tegundir sem lítið er af til að viðhalda fjölbreytni. Tré sem sækja í að skemma mikið út frá sér getur þurft að fjarlægja. Ástæða er til að fjar- lægja tré sem algjörlega hefur orðið undir í samkeppni um birtu og rými. Um leið og grisjun fer fram í skógi sem einnig er notaður til útivist- ar og annarra verkefna þarf að koma grisjunar- efninu fyrir þar sem minnst fer fyrir því og það verður ekki til trafala fyrir gangandi. Afklippur og greinar verða að næringu fyrir trén sem eftir standa. Efni sem á að nota er tekið með til skólans eða safnað saman á einum stað. Ef um margar tegundir er að ræða er rétt að fara yfir það með nemendum hvaða tegundir eru í skóginum. Til að auðvelda starfið má hugsa sér að undirbúa verkið með því að merkja fyrir fram hvað á að taka eða hvað á að standa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=