Lesið í skóginn

41 UNGLINGASTIG YNGSTASTIG MIÐSTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Hans R. Snorrason Ljósmyndamaraþon Markmið: Nemendur læri að taka myndir á myndavél og læri meðferð ljósmynda, skilji áhrifamátt mynda og séu læsir á myndmál umhverfis síns. Geti tengt það myndmáli nútímamiðla og náttúru- skoðun. Eykur þekkingu á umhverfinu og eflir hæfni í greiningu á aðstæðum. Námsgreinar: Upplýsinga- og tæknimennt, myndmennt og náttúrugreinar. Tæki og tól: Tvær til þrjár myndavélar eða símar með góðri myndavél og aðstaða til að hlaða myndum í tölvu. Hver hópur þarf u.þ.b. 60-80 mínútur. Verklýsing: Bekkjum er skipt í hópa; 3-5 í hópi. Hóparnir fá 5-6 fyrir fram ákveðin heiti á myndum sem þeir eiga að taka myndir af. Dæmi um heiti: Ljós og skuggi, líf, dauði, fegurð, kyrrð, fæða. Nemend- um er bent á að myndirnar verða að tengjast skóginum á einn eða annan hátt. Útfærsla er í þeirra höndum. Þegar hópar koma til baka með myndirnar þarf að taka þær af vélunum og hlaða inn í tölvu. Einungis má setja eina mynd inn fyrir hvern efnisflokk. Myndirnar eru síðan prentaðar út og settar upp á karton eða sýndar í glærusýningu á skjá. Skipa þarf dómnefnd sem velur bestu mynd í hverjum flokki. Skila myndum undir dulnefni og hafa atkvæðagreiðslu meðal nemenda um bestu myndir í hverjum flokki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=