Lesið í skóginn

40 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Katrín Jóhannesdóttir Unglingastig YNGSTASTIG MIÐSTIG Minnisspil úr laufum Markmið: Að nemendur þekki íslenskar trjátegundir og einkenni þeirra, átti sig á þeim fjölda trjá- tegunda sem er að finna í nánasta umhverfi og fjölbreytileika þeirra. Þjálfa leikni nemenda á vettvangi og efla hæfni í verklegu námi. Námsgreinar: Náttúrugreinar, íslenska. Tæki og tól: Laufblöð og Trjágreiningavefur Skógræktarinnar. 4-5 plastpokar, dagblöð, farg, lím, karton. Ekki láta líða of langan tíma frá því að laufin eru pressuð og þar til spilið er útbúið. Til þess að spilið endist lengur og sé eigulegra er mikilvægt að plasta það. Byggt á: www.skoleniskoven.dk Verklýsing: Byrjum á hugarflæði um grenndarskóginn og veltum fyrir okkur hvaða tré þar er að finna og skráum allar trjátegundir sem við þekkjum. Því næst er nemendum skipt í 4-5 manna hópa. Hver hópur fær einn poka og þá er haldið út í skóg. Þar safna nemendur laufi af þeim trjám og runnum sem þeir finna (gott er að safna 3-4 sýnum af hverri tegund þar sem líklegt er að einhver skemmist). Þegar nemendur eru komnir með gott úrval af laufum er farið aftur inn í stofu. Þar sitja þeir í hópum sínum og greina þau lauf sem hópurinn safnaði og skrá á blað. Þegar því er lokið greinir hver hópur frá því hvaða lauf hann fann. Þá er komið að því að þurrka og pressa laufin. Hver hópur raðar sínum laufum á milli dagblaða og setur farg ofan á. Þegar laufin eru orðin þurr (eftir u.þ.b. tvo daga) ná nemendur í laufin sín og velja úr þau lauf sem eru fallegust (heillegust og sléttust) eitt af hverri tegund. Nemendur líma síðan laufin sín á karton og fyrir hvert lauf skrifa þau nafn þess trés/runna sem laufið er af á annað karton. Þegar nemendur hafa lokið þessu eru þeir komnir með eins konar minnisspil sem þeir geta leikið sér með.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=