Lesið í skóginn

39 UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ása Erlingsdóttir YNGSTASTIG MIÐSTIG Áætlun á stærð skógar Markmið Að nemendur öðlist reynslu og færni við að meta stærð hluta og nýta sér þá þekkingu og færni sem þeir hafa aflað í stærðfræði á unglingastigi. Þjálfa leikni í vali á aðferðum og auka hæfni í útfærslu verkefna. Námsgreinar: Stærðfræði, náttúrugreinar og samfélagsgreinar. Tæki og tól Hefðbundin hjálpargögn í stærðfræði og loft- mynd af svæðinu með mælanlegri einingu til viðmiðunar á mælikvarða. Hægt er að nálgast loftmyndir af svæðum hvar sem er á landinu í kortasjá Landmælinga Íslands og á Google maps. Tölva til að skrá niðurstöður, útbúa kynningarefni um það sem reiknað er út og aðferðir við það. Verklýsing Í upphafi er farið í rannsóknarleiðangur í grenndarskóg eða það svæði sem finna á stærðina á. Farið í umræður um mögulega útkomu og hvernig sé hægt að finna út stærð svæðisins. Þegar inn er komið fá nemendur að sjá loftmynd af svæðinu og þeir velta því fyrir sér hvað sé hægt að nota sem viðmið til að fá út mælikvarða á loftmyndina. Til að útbúa mælikvarða þarf að bera saman eitthvað ákveðið á loftmynd og í raun, deila síðan raunstærð í mælda stærð og þannig fæst hlutfallið 1:X. Þegar mælikvarði er fundinn þarf að ákveða hvaða svæði á að mæla og hvernig er best að merkja það og mæla. Gott er að nota ferninga, ferhyrninga og þríhyrninga en ekkert mælir á móti hringlaga svæðum. Þá eru svæðin mæld og flatarmál þeirra reiknað og lagt saman. Að lokum er reiknað upp í raunstærð samkvæmt mælikvarðanum sem var fundinn í upphafi. Í kjölfar þessarar vinnu er hægt að gera margt. Eitt er að finna út þéttleika skógarins með því að telja á fyrir fram ákveðnu svæði og reikna síðan meðalþéttleika. Einnig er hægt að mæla úrtak á skógarsvæðinu og finna meðalstærð stofna, meðallengd greina, meðalhæð trjáa og meðallengd barrnála. Þá getur verið gaman að safna upplýsingunum saman ásamt myndum frá vinnunni á tölvutækt form eða vinna það jafn- harðan á kynningarspjöld.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=