Lesið í skóginn
38 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Þuríður Schiöth Naan brauð Markmið: Að flytja færni til að bjarga sér út fyrir skólastofuna. Þjálfa leikni nemenda á vettvangi og efla hæfni í verklegu námi. Þjálfa leikni í vali á aðferðum og auka hæfni í útfærslu verkefna. Námsgreinar: Heimilisfræði og náttúrugreinar. Tæki og tól: Það þarf að hafa stóra járnpönnu yfir eldinum, tangir með spaða öðrum megin, grillbursta og spaða til að hreinsa pönnuna. Vatn í fötu, til að skola af höndum og slökkva eldinn þegar hætt er. Nóg þarf að vera af uppkveikju og eldivið. Nauðsynlegt er að koma með tilbúið deig, matarolíu, eldhúspappír og handklæði. Verklýsing: Kennari kemur með tilbúið deig. Nemendur fá matarolíudropa í lófann og nudda hann út. Kennarinn deilir út hæfilegum deigkúlum sem eru hnoðaðar saman og síðan klappaðar út á milli handanna þar til þær líta út eins og lumm- ur. Kökurnar eru bestar sem þynnstar og auð- veldast að baka þær. Þær eru settar á pönnuna sem er yfir eldinum en hún þarf að vera orðin heit. Þarna bakast kökurnar í rólegheitum og nauðsynlegt er að snúa þeim oft og baka þær vel. Tilbúnar eru þær penslaðar með bræddu smjöri, hvítlaukssmjöri og kóríander stráð yfir og þær borðaðar með bestu lyst. Naan-brauð: 3 dl mjólk 2 msk. sykur 3,5 tsk. þurrger 1 tsk. salt 2 tsk. lyftiduft 4 msk. olífuolía 1 dós hrein jógúrt 1 msk. Maldon salt 1 msk. garam masala 600 g hveiti Allt sett í skál, hrært og hnoðað. Kryddsmjör : 25 g smjör – 1 til 2 hvítlauksrif Brætt saman. Kóríander til að strá yfir í lokin.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=