Lesið í skóginn
37 MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Hallormsstaðaskóli YNGSTASTIG Orðaleit í skógi Markmið: Að nemandinn tileinki sér orðaforða um skóg og tré og þrói með sér aðferð til að muna ný orð á erlendu tungumáli. Eykur þekk- ingu á umhverfinu og eflir hæfni ásamt því að þjálfa leikni í vali á aðferðum við útfærslu verkefna. Námsgreinar: Enska, danska eða önnur erlend tungumál og íslenska. Tæki og tól: Blöð, blýantur, orðabækur í því tungumáli sem við á hverju sinni. Safna á orðum í lófabækur og vinna með orðin aftur seinna. Einnig er gott að gera orðin vel úr garði þannig að hægt sé að nota þau aftur til að festa þekkinguna frekar í sessi. Allir þurfa að vita hvar á að hittast úti og hvenær. Þeir bíði sem mæta fyrstir. Verklýsing: Upphaf er inni, nýr orðaforði kynntur fyrir nemendum. Búa þarf til lófabók inni áður en farið er út. Kveikjan fer fram úti. Allt hefur ensk/dönsk heiti og kennari fer yfir það á ensku/dönsku. Gefa umhverfinu gaum og horfa vel í kringum sig. Taka dæmi á ensku: This is bark. Byrja á að skipta nemendum í litla hópa og útskýra að nú sé komið að orðaleit. Allir hafa sínar bækur með sér og blýanta. Ein orðabók á hvern hóp. Allir eiga að koma með eins mörg orð og þeir geta. Eftir ákveðinn tíma e.t.v. 20 mín. hittast allir aftur á upphafsstað. Farið í hvaða orð hafa fundist og vangaveltur í tengslum við verkefnið. Í framhaldinu er farið í leiki úti sem heita I spy with my little eye (finna hlutinn). Einnig er hægt að semja ljóð eða skógarsögur út frá nýjum orðaforða.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=