Lesið í skóginn

36 MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ólafur Oddsson YNGSTASTIG Sáning á trjáfræjum Markmið: Fræða nemendur hvernig endur- nýjun lífvera á sér stað í náttúrunni frá fræi til plöntu og kynnast hvaða þættir hafa áhrif á útkomuna, s.s. jarðvegur, vatn, hiti og sól. Efla leikni í vinnubrögðum og auka hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Námsgreinar: Stærðfræði, náttúrugreinar og samfélagsgreinar. Tæki og tól: Plöntubakkar, pottar, plöntupokar, sáðkassi, sáðmold, fræ og vatn. Gott er að hafa þetta verkefni í huga þegar unnið er að söfnun á trjáfræjum með nem- endum, sjá lýsingu á verkefnum „Fræsöfnun lauftrjáa“ og „Fræsöfnun barrtré“. Verklýsing: Sá má fræjunum beint út á valda staði á skóla- lóð eða í grenndarskógi þar sem hægt er að fylgjast með framvindunni. Einnig má sá í bakka, potta, plastpoka, fernur eða sáðkassa inni eða úti eða í samvinnu við garðyrkjubændur í grenndinni. Best er að nota fræ sem nemendur sjálfir hafa aflað um haustið og varðveitt á mis- munandi hátt yfir veturinn eftir því hvernig fræ er um að ræða. Sumt fræ getur þurft að kald- örva til að bæta spírunarárangur. Með því að sá í potta inni snemma vors í eða nálægt skólanum gefst kostur á að fylgjast með spírun fræjanna og fylgjast með þeim vaxa og dafna þar til skóla lýkur að sumri. Hægt er að gefa stutta skýrslu vikulega um stærð og útlit plantnanna og fylgjast þannig með þroskaferlinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=