Lesið í skóginn

35 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundar: Bjarni Þór og Ólafur Oddsson Skriffæri úr greinum Markmið: Nemendur kynnist og nýti íslenskar viðarteg- undir og þjálfi meðferð efnis úr skógi. Verkefnið þjálfar leikni í vali á aðferðum og eykur hæfni í útfærslu verkefna. Nemendur læra hvernig forfeður þeirra urðu að búa sér til sín eigin skriffæri, þ.e. sjálfblekung, og búa til sinn eigin nytjahlut. Námsgreinar: Smíði, náttúrugreinar. Tæki og tól: Vasahnífur, barkarskafa, klippur, sagir, tálguhnífur, sandpappír og brennipenni. Handbor eða grannur langur bor í borvél til að hola greinina. Lakk, vax eða olía til yfirborðs- meðhöndlunar. Nota má 1-2 cm sverar greinar úr hvaða trjá- tegund sem er. Verklýsing: Kennari kynnir verkefnið með sýnishornum og nemendum er bent á mismunandi útfærslur og mega velja sér útfærslu og efni með því að sækja sér grein í skóg eða á skólalóð. Auðvelt er að hola ylligreinar að innan vegna þess hversu mergurinn er laus en annars má nota birki, reyni, furu, greni, ösp og víðitegundir eins og t.d. viðju, gulvíði, loðvíði og selju. Lengdin helgast af smekk hvers og eins en 10 – 20 cm er venjuleg lengd skriffæra. Um er að ræða ferskt efni sem síðan er látið þorna eftir vinnslu. Ekki þarf að gera sérstakar ráð- stafanir við þurrkunina þar sem greinar þorna fljótt og jafnt og í þessu tilliti er búið að opna kjarnann svo mesta spennan er farin úr grein- inni. Takist nemendum að hreinsa börkinn af án þess að rispa greinina eða skera í þarf e.t.v. ekki að pússa hana en þess þarf þá að gæta að fara ekki með tálguhnífinn á pennann eftir að fyllingin hefur verið sett í hann. Hægt er að setja margs konar fyllingar eða nota aðeins oddinn sem síðan er dýft í blekbyttu. Þá ræðst breiddin á skriftinni af gerð oddsins, hvort hann er grannur eða breiður. Nemendur ákveða sjálfir form og lögun pennans og notagildi. Af því ræðst hvort og hversu mikið þeir afberkja og skreyta gripinn. Skreyta má pennann í tálguninni, með því að brenna í hann munstur eða myndir og mála eða lita.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=