Lesið í skóginn

34 YNGSTA STIG MIÐSTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Dagbjört Eiríksdóttir Unglingastig Umgengni og virðing (II) Markmið: Að vekja nemendur til umhugsunar um umgengni við grenndarskóg. Að nemendur læri að bera virðingu fyrir tilfinningum annarra og umhverfi sínu. Þjálfa leikni nemenda á vett- vangi og efla hæfni í verklegu námi. Námsgreinar: Samfélagsgreinar, íslenska, leik- list. Tæki og tól: Klæðnaður eftir veðri. Verklýsing: Vinnist með „Umgengni og virðing (I)” hér í verkefnabankanum. Á fundinum er ákveðið að fá skóginn til baka. Hvernig gerum við það? Kennari fer í hlutverk stærsta trésins og nú eiga þorpsbúar að koma til þess og sannfæra það og hin trén í skóginum til að fara ekki úr skóginum. Nemendur eru í þeim hlutverkum sem þeir ákváðu á þorpsfundinum. Tveir og tveir vinna saman og ákveða hvernig þeir ætli að sann- færa trén um að fara ekki. Þeir verða að ákveða hver segir hvað, hvernig þeir nota röddina og líkamann til að sýna eftirsjá og iðrun. Síðan reyna hóparnir hver á eftir öðrum að fá skóginn til hætta við að fara. Kennari situr fyrir svörum í hlutverki trésins og getur komið með spurningar á móti og krafist rökstuðnings. Að lokum er þó mikilvægt að þeim takist að sannfæra skóginn um að vera kyrr. Hugrenningar og mat : Kennari biður nem- endur að setja sig í spor trésins. Hvað er það að hugsa? Er það að velta fyrir sér hvort þorpsbúar hafi lært af þessu öllu? Hvort þeir séu nú orðnir meira vakandi fyrir umhverfi sínu? Eða er það vonsvikið, leitt og sárt? Nemendur loka augum og segja eitt af öðru hvað þeir lærðu af þessu verkefni, t.d. að hugsa vel um landið okkar, virða náttúruna og nota ruslafötur. Hugmynd fengin og staðfærð úr námsefninu Leiklist í kennslu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=