Lesið í skóginn
33 YNGSTA STIG MIÐSTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Dagbjört Eiríksdóttir EFSTASTIG Umgengni og virðing (I) Markmið: Vekja nemendur til umhugsunar um umgengni við grenndarskóg. Að nemendur læri að bera virðingu fyrir tilfinningum annarra og umhverfi sínu. Þjálfa leikni nemenda á vettvangi og efla hæfni í verklegu námi. Námsgreinar: Samfélagsgreinar, íslenska, leiklist. Tæki og tól: Klæðnaður eftir veðri. Verklýsing: Farið í grenndarskóg. Fyrst eru umræður um gildi skógarins fyrir nemendur, skólann og sam- félagið. Rætt um hverskonar tré eru í skóginum, til hvers er skógurinn notaður. Kennari fer í hlutverk barns og setur nemendur í hlutverk þorpsbúa. Barnið talar við þorpsbúa og segir þeim frá gildi skógarins fyrir sig og þá. En nú er illt í efni þar sem trén hafa ákveðið að yfirgefa skóginn út af slæmri umgengni fólks, það skilji eftir rusl og skemmi trén. Kennari fær hvern og einn nemanda til að búa til stóra tréð með líkama sínum, eins og þeir halda að það líti út. Hver nemandi sýnir hópnum sitt tré og velur sér setningu sem tréð vill segja við þorpsbúa sem lýsir líðan þess. Hér er lögð áhersla á raddbeitingu. Nemendur eru beðnir að leika hvernig fólkinu í þorpinu leið við þær fregnir að trén ætluðu að fara. Skoðað og rætt hvernig við sýnum tilfinn- ingar okkar án þess að nota orð. Fundur er settur í þorpinu vegna flótta skógar- ins, kennari er fundarstjóri. Hverjir fara á slíkan fund? Nemendur koma með tillögur, t.d. lög- reglan, kennari, bakari o.s.frv. Nemendur velja sér hlutverk. Umræðan er um það hvaða áhrif hvarf skógarins hefur á afkomu þorpsbúa og hvað er til ráða? Vinnist með „Umgengni og virðing (II)” hér í verkefnabankanum. Hugmynd fengin og staðfærð úr námsefninu Leiklist í kennslu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=