Lesið í skóginn

32 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ólafur Oddsson Sérstakt tré Markmið: Þjálfa leikni í vali á aðferðum og auka hæfni í útfærslu verkefna. Hvaða gerir tré einstök, s.s. sverast, grennst, hæst, fallegast eða ljótast? Námsgreinar: Smíði, náttúrugreinar, samfélags- greinar, heimilisfræði og stærðfræði. Tæki og tól: Málband eða mælistika. Blað og blýantur til að skrá staðsetningu og einkenni. Undirbúa með umræðu um einkenni einstakra trjátegunda og svo má leita eftir hugmyndum nemenda um fagurfræði í þessu sambandi og fá skoðanir þeirra á því hvaða tré séu fallegust og draga fram einkenni einstakra trjáa og gefa þeim nafn eftir útliti. Verklýsing: Nemendur leita t.d. að sverasta trénu í skóg- inum. Mæling miðast oftast við brjósthæð full- orðins manns. Tréð er auðkennt og aðrir þættir vegnir og mældir, s.s. hæð og lýsing á útliti og tegund greind. Færa má inn á kort staðsetningu og jafnvel að gefa trénu nafn og leita eftir hug- myndum frá nemendum (svera öspin, gamla grenið). Leggja má leiðangurinn upp sem rannsóknar- ferð. Þá má teikna trén og færa inn á kort, nafngreina, númera og greina frá niðurstöðum á fjölbreyttan hátt. Markmiðið er að vekja athygli nemenda á sérkenni trjánna í grenndarskóginum og það sérstaka sem einkennir þau, t.d. hæð, sver- leiki, aldur, greinamassi, margstofna, breiðast, grennst o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=