Lesið í skóginn

31 MIÐSTIG UNGLINGASTIG YNGSTASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Tryggvi Jóhann Heimisson, Hrafnagilsskóla Púlsmælingar í skóginum Markmið: Að læra um hegðun hjartans við mismunandi aðstæður, læra um hjarta, lungu, púls og súr- efnisflutning. Eykur þekkingu á umhverfinu og eflir hæfni í greiningu á aðstæðum. Námsgreinar: Íþróttir, náttúrugreinar og stærðfræði. Tæki og tól: Skeiðklukkur og skriffæri. Útbúa eyðublað með leiðbeiningum um hvernig, hvar og hvenær eigi að mæla. Verklýsing: Best er að taka (mæla) púls á hálsslagæð. Til að finna hana er best að nota vísifingur og löngutöng, leggja fingurna öðrum megin við barkakýlið (hægra megin ef notuð er hægri hendi) og finna sláttinn þar. Þegar hann er fundinn eru slögin talin í 10 eða 15 sekúndur, margfaldið síðan með 6 ef talið var í 10 sek. eða 4 ef talið var í 15 sek. Nemendur fá í hendur verkefnalýsingu frá kennara. Yfirleitt eru nemendur látnir mæla púls í upphafi verkefnis og þá er gott að þeir sitji í um 2 mínútur áður en púls er mældur. Nemendum er næst gert að hlaupa eða ganga í ákveðinn tíma eða ákveðna leið og mæla púls reglulega. T.d. geta þeir hlupið í 2 mínútur og mælt svo púls og endurtekið þetta nokkrum sinnum. Mikilvægt er að nemendur skrifi niður- stöður sínar jafnóðum. Að verkefninu leystu eru síðan umræður um breytingar á púls og hvers vegna breytingarnar verða. Til að auka fjölbreytni er hægt að hafa mismun- andi leiðir og mismunandi álag fyrir hvern bekk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=