Lesið í skóginn

29 YNGSTA STIG MIÐSTIG EFSTASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Hulda M. Jónsdóttir, Hrafnagilsskóla Skógarganga Markmið: Kynna nemendum nærumhverfi sitt og gefa þeim færi á að efla náttúrulæsi og skilning á náttúrunni. Aka þekkingu á umhverfinu og eflir hæfni í greiningu á aðstæðum. Námsgreinar: Íslenska, náttúrugreinar, íþróttir og upplýsinga- og tæknimennt. Tæki og tól: Myndavél, sjónauki og hlýr fatnaður. Auðvelt að yfirfæra á eldri nemendur og þá jafnvel í tengslum við tungumál eða aðrar greinar. Verklýsing: Farið í gönguferð með hópinn, þar sem sérstak- lega er unnið með skilningarvitin. Hvað heyrum við, sjáum og finnum á leiðinni? Teknar myndir af nemendum í skóginum og á göngunni. Þegar heim er komið er unnið með myndirnar, þær annaðhvort prentaðar út eða unnið með þær í tölvu eftir því sem við á. Nemendur semja setningar við myndirnar og útbúa sögu úr gönguferðinni. Einnig er hægt að vinna ljóð eða frásögn út frá reynslunni. Gaman er að láta nemendur vinna verkefnið „Að kynnast tré“ í tengslum við vinnuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=