Lesið í skóginn
28 MIÐSTIG UNGLINGASTIG YNGSTASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Elín Jóna Traustadóttir Skógarleiðangur Markmið: Að nemendur læri um trjátegundir og læri á forrit eða öpp til að gera bæklinga. Þjálfar leikni í vali á aðferðum og eykur hæfni í útfærslu verkefna. Námsgreinar: Náttúrugreinar, íslenska og upplýsinga- og tæknimennt. Tæki og tól: Útbúa þarf blað með leiðbeiningum um vinnu í bæklingagerð eða textavinnslu. Taka þarf fram til hvers er ætlast af hverjum hóp eða nemanda. Tölvur og bækur um trjátegundir. Verklýsing: Nemendur fara í skógarleiðangur til að kynna sér þær trjátegundir sem þar eru, en það er misjafnt eftir svæðum. Á þeim forsendum velja þau sér tré eða trjátegund til að fjalla um. Hægt er að vinna þetta sem einstaklingsverkefni eða hópverkefni. Nemendur fá í hendur leiðbein- ingar um hvernig unnið er að því að útbúa kynn- ingarbækling. Þar eru einnig fyrirmæli um til hvers er ætlast af þeim í kynningarbæklingnum. Nemendur leita sér upplýsinga í bókum um tré eða á vefsíðu Skógræktarinnar, ásamt öðrum vefsíðum. Mikilvægt er að nemendur tilgreini heimildir ef upplýsingar eru fengnar í bókum eða á vef. Að vefleiðangri loknum og þegar að bæklingur- inn er tilbúinn kynnir hver og einn eða hópurinn sitt tré og hvað það er sem hann hefur komist að um það. Á kynningu nemenda er bæklingnum dreift og aðrir nemendur fræðast um viðkomandi trjátegund. Ásamt því að samnemendur meta verkefnavinnuna með jafningjamati.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=