Lesið í skóginn

27 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundar: Sjöfn, Sigríður og Margrét Skógarljóð og myndir Markmið: Að náttúran veiti innblástur svo sem í ljóðagerð og myndsköpun. Nemendur eflist í vinnu með orðflokka, greiningu á efni og sköpun. Efla leikni í vinnubrögðum og auka hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Námsgreinar: Myndmennt, íslenska og náttúrugreinar. Tæki og tól: Stílabækur, skriffæri, endurunninn pappír, silkipappír, pastellitir eða aðrir litir og myndir af netinu. Verklýsing: Nemendur fara í haustferð í skóginn með kenn- urum og skoða skóginn og lífverur hans. Þeir teikna tré og taka sýnishorn af ýmsu tagi, t.d. er hægt að safna fræi til að sá að vori, taka jurtir og sýnishorn af trjám til að setja í safnbók með upplýsingum sem þeir finna á neti eða í bókum. Nemendur safna orðum sem tengjast skóginum og umhverfinu í skógarferðinni. Orðin eru síðan flokkuð heima í stofu og unnið með þau frekar. Að lokinni grunnvinnu eru samin ljóð/tígul- ljóð um skóginn og lífverurnar í skóginum eða upplifun nemanda af skógarferðinni. Ljóðið er síðan útfært í myndform í samvinnu við mynd- menntakennara. Ef unnið er með yngri nemendum er hægt að semja sameiginlegt ljóð um reynsluna og hver og einn vinnur síðan sína eigin mynd. Svo er hægt að útfæra þetta nánar með nemendum eftir því sem þeir eru eldri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=