Lesið í skóginn
26 UNGLINGASTIG YNGSTASTIG MIÐSTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Sólmundur Friðriksson Skógarvefrallý Markmið: Auka þekkingu nemenda á skógrækt á Íslandi ásamt því að efla leitarlestur, yfirlitslestur, ítarlestur við heimildaöflun og geta fundið lykil- orð í texta. Efla leikni í vinnubrögðum og auka hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Námsgreinar: Íslenska og upplýsinga- og tæknimennt Tæki og tól: Heimasíða Skógræktarinnar . Leiðbeiningar á blaði eða síðu á netinu um það sem ætlast er til af hverjum hóp eða nemanda. Tölvur og vafri. Verklýsing: Vefrallý, þar sem nemendur fara um vef Skógræktarinnar og leita að upplýsingum. Nemendur fá spurningar frá kennara sem þeir eiga svo að svara. Þeir leita síðan á vefsíðu Skógræktarinnar að upplýsingum/svörum út frá gefnum spurningum. Nemendur svara í tölvu eða á blaði með eigin orðum. Hægt er að gera svona verkefni að keppni um það hversu hratt nemendur vinna og einnig hversu vel þeir leysa verkefnin. Einnig er hægt að hafa verkefnin mismunandi á milli nemenda eða hópa og láta þá síðan kynna niðurstöður sínar fyrir hinum nemendum bekkjarins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=