Lesið í skóginn

25 MIÐSTIG UNGLINGASTIG YNGSTASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundar: Guðmundur Magnússon og Ólafur Oddsson Smjörhnífur Markmið: Æfa hnífsbrögð. Tengja saman eiginleika ein- stakra trjátegunda, styrk efnisins, tálgutækni og læra að lesa í viðinn. Verkefnið eflir leikni og eykur hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Námsgreinar: Smíðar, náttúrugreinar, heimilis- fræði. Tæki og tól: Kljúfexi, tálguexi, kjulla, tálguhnífur, sög og sandpappír. Matarolía til meðhöndlunar yfirborðs. Nota má allar viðartegundir í smjörhnífa. Mælt er með ösp, birki, greni, lerki, víði, furu og elri. Verklýsing: Nota má 15-20 cm langa þversagaða boli sem síðan eru klofnir niður í mátulegar þynnur til að vinna úr smjörhníf. Með því að kljúfa viðinn með þessum hætti er verið að nýta sér styrk efnisins, þ. e. ekki eru sagaðar í sundur viðar- æðarnar sem liggja langsum í trénu. Nemendur geta komið sér upp safni viðarsýnis- horna með því að búa til smjörhnífa úr mismun- andi viðartegundum. Auðkenna má tegundina með því að brenna upphafsstaf hennar í skaftið, s.s. G fyrir greni, B fyrir birki o.s.frv. Þegar smjörhnífurinn þornar krumpast hann þar sem vorviðurinn og sumarvöxturinn eru misþéttir í sér. Til að fá slétt yfirborð þarf að vinna niður ójöfnurnar þegar hnífurinn er orðinn þurr eða leyfa þeim að vera. Fjalla má um hámarksstyrk miðað við eðlis- þyngd, æfa hnífsbrögðin, fjalla um snúning í bol trjánna og tengja það umræðum um snúning jarðar, staðbundnum vaxtarskilyrðum og segulsviði jarðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=