Lesið í skóginn
24 MIÐSTIG UNGLINGASTIG YNGSTASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ólafur Oddsson Þéttleiki skógar Markmið: Nemendur kynnast ólíkum gerðum skógræktar og tengja það umhirðunni og náttúrulegum þáttum í vaxtarlagi, nýtingu trjánna og verð- mætum. Þjálfar leikni nemenda á vettvangi og eflir hæfni í verklegu námi. Þéttleiki trjáa í skógi mældur og grisjunarþörf metin. Námsgreinar: Smíði, náttúrugreinar, samfélagsgreinar og stærðfræði. Tæki og tól: Snæri, hælar, blað og blýantur, 10 m málband. Verklýsing: Þéttleiki skógar helgast af markmiðum rækt- unarinnar. Í skógrækt þar sem markmiðið er að framleiða sem mest af góðu timbri er þéttleik- inn hafður annar heldur en t.d. í landgræðslu- skógrækt. Í timburskógrækt er gjarnan plantað um 4000 plöntum á hektara en í landgræðsluskógrækt um 1500-2000 plöntum. Nemendur eru látnir telja fjölda trjáa innan tiltekins svæðis og finna þannig út heildarfjölda trjáa á hektara í skóginum. Nota þarf málband eða snæri í ákveðinni lengd, s.s. 10 m og telja fjölda trjáa innan t.d. 10 m radíus. Einnig má mæla 5,64 m radíus sem svarar til 100 m². Einfalt er líka að nota 10 m snæri og mæla ferning með því. Þá er hægt að nota hæla og strengja snærið á milli þeirra. Þegar fjöldi liggur fyrir má velta fyrir sér hvaða tré eigi að fara til að skógurinn verði hæfilega þéttur. Skemmd tré, undirmálstré og vargar (stór plássfrek tré) eru tekin fyrst og síðan er bilið jafnað þar til hæfilegum þéttleika er náð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=