Lesið í skóginn

23 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Óttarr Þrautabraut Markmið: Að efla líkamlega færni, gefa einstaklingum færi á að spreyta sig og þjálfa samstarf og samhjálp hjá hópnum. Námsgreinar: Íþróttir, náttúrugreinar, samfélagsgreinar og heimilisfræði. Tæki og tól: Bönd, plankar, góður klæðnaður, sjúkrakassi, efni í kakó, greinabrauð, pizzu eða popp, eftir því sem við á. Útbúa verkefnamatsblöð fyrir nemendur til að vinna í lokin. Verklýsing: Gert ráð fyrir að komið hafi verið fyrir þrauta- stöðvum fyrir ólík verkefni fyrir fram. Settar eru upp ýmsar þrautir þar sem reynir á þrek, færni og hæfni einstaklingsins og getu hópsins til samstarfs. Verkefnin eru sambland af Tarsan-leik og Survivor. Dvalið er í grenndarskóginum og endað með samveru þar sem bakað er yfir eldi eða nesti borðað. Kennari undirbýr nemendur með því að gera þeim grein fyrir verkefninu í heild og skipulagi þess. Skipt er í hópa og gert ráð fyrir að allir fari í gegnum sömu verkefnin. Hægt er að hafa þetta sem einskonar ratleik með verk- efnum eða hreina þrautabraut þar sem hópum er komið af stað með vissu millibili og tekinn tími á því hve langan tíma þarf til að ljúka brautinni og verkefnum hennar. Í lokin, þegar samverustundinni er að ljúka, þurfa nemendur að fylla út verkefnamatsblöð. Þau eru síðan rædd sameiginlega í lokin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=