Lesið í skóginn

22 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ólafur Oddsson Trjátegundir í grenndarskóginum Markmið: Að nemendur kynnist ólíkum trjátegundum og læri að greina þær og staðsetja í grenndarskóg- inum. Eykur þekkingu á umhverfinu og eflir hæfni í greiningu á aðstæðum. Námsgreinar: Náttúrugreinar, samfélagsgreinar, stærðfræði, smíði og íþróttir. Tæki og tól: Bækur um trjátegundir og vefur Skóg- ræktarinnar , skriffæri, blöð og merki- spjöld til að skrifa heiti trjátegundanna á og festa við trén. Verklýsing: Verkefnið er undirbúið inni, sama dag eða áður en farið er. Farið í gegnum efni sem sýnir mismunandi trjátegundir og nemendum skipt upp í hópa sem eiga að finna tilteknar tegundir, staðsetja þær og e.t.v. telja fjölda einstakra tegunda. Ef telja á fjölda trjáa á fermetra þá þurfa nemendur að vera búnir að fara í gegnum flatarmálsútreikninga. Verkefnum er deilt niður á nemendur og efni tekið til, kort af skóginum ef til er, eða pappír til að draga upp línur af skóginum sem hægt er að færa inn á trjáhópa eða stök tré. Önnur útfærsla er að láta nemendur merkja uppáhaldsstaði inn á kort og greina frá því hvaða trjátegundir eru á því svæði, jafnvel reikna út fjölda trjáa á fermetra. Þá er hægt að ræða um lauftré, sígræn tré og lággróður í grenndarskóginum. Verkefnið gefur einnig tækifæri til að fjalla nánar um lífríkið í skóginum, dýra og fuglalíf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=