Lesið í skóginn

21 MIÐSTIG UNGLINGASTIG YNGSTASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ólafur Oddsson Umhirða ungskógar – toppsnyrting Markmið: Kynna nemendum umhirðu skógarplantna. Aukatoppar myndast þegar trén verða fyrir skakkaföllum, t.d. vegna toppkals, skara eða sandskemmda á stofni, beitar, fugla o.fl . Efla leikni í vinnubrögðum og auka hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Námsgreinar: Náttúrugreinar. Tæki og tól: Greinaklippur, stigi ef hátt er upp í toppgreinar. Verklýsing: Nemendum er sýnt hvernig á að bera sig að til að verkið sé vandað og nemendur hafi ánægju af því. Þess er vel gætt að verkfæri bíti vel og þau gæti þess að klippa ekki sig né föt sín. Velja lágvaxin tré sem nemendur geta athafnað sig við og skilja falleg sérstök tré eftir, t.d. vegna hreiðurgerðar fugla. Sá toppur er látinn verða eftir sem er beinastur og heilbrigðastur, jafnvel þó hann sé ekki stærstur. Þess skal gætt að klippt sé alveg upp við stofn trésins en þvert á greinina þannig að sárið verði sem minnst. Til gamans geta nem- endur leikið sér að því að telja fjölda þeirra toppa sem þeir klippa og borið sig saman í lokin. Tré sem eru mikið skemmd eða verða ítrekað fyrir áföllum er betra að fjarlægja alveg og gefa þannig frískum trjám pláss.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=