Lesið í skóginn
20 MIÐSTIG UNGLINGASTIG YNGSTASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: G. Margrét Óskarsdóttir Andi gróðursins Markmið: Að nemandi nái tökum á skapandi skrifum í formi ljóðs og/eða smásögu og vinni með efni- við náttúrunnar. Auka þekkingu á umhverfinu og efla hæfni í greiningu á aðstæðum og þjálfa leikni í vali á aðferðum og auka hæfni í útfærslu verkefna. Að nemandi geti gripið þau nafnorð, lýsingarorð og sagnir sem koma upp í hugann og skrá þau niður. Námsgreinar: Íslenska, náttúrugreinar, samfélagsgreinar og upplýsinga- og tæknimennt. Tæki og tól: Stílabók og penni. Lokaafrakstrinum er síðan skilað fallega uppsettu í rafrænu formi. Verklýsing: Tveir nemendur vinna saman í hóp. Hópunum er dreift um nokkuð stórt svæði þar sem gróður – tré og runnar – er verulegur. Horft beint fram. Hver og einn skráir þau nafnorð, lýsingarorð og sagnorð sem koma fram í hugann meðan horft er á gróðurinn. Þegar aftur er komið inn í kennslustofu er gert uppkast að ljóði og smásögu og notast við sem flest nafnorð, lýsingarorð og sagnorð sem skráð voru niður í útitímanum. Sýna kennara daglega hvernig gengur og hvernig málin þróast. Hann leiðbeinir ef þarf. Allmörg uppköst eru gerð áður en fullunnum verkum er skilað úr tölvu, jafnvel myndskreytt. Sett upp á glærur. Ljóðunum safnað í sameiginlega ljóðabók, sögunum í smásagnahefti og hver nemandi fær sín eintök með sér heim. Foreldraljóðakvöld, t.d. með kertum, upplestri, glærusýningu og tónlist, er síðan góð leið til að kynna fyrir foreldrum og aðstandendum hvað er að gerast í skólastarfinu. Einnig er hægt að vera með ljóðasýningu utandyra ef veður leyfir, t.d. í skóginum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=