Lesið í skóginn

Unglingastig MIÐSTIG YNGSTASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Einar Gíslason, Hrafnagilsskóla Árstíðir í skóginum Markmið: Að sjá hvernig breytileiki í lífríki skógarins eftir árstíðum hefur áhrif á útlit hans. Auka færni í upplýsinga- og tæknimennt. Eflir leikni og sjálf- stæði í vinnubrögðum. Námsgreinar: Myndmennt, náttúrugreinar, upplýsinga- og tæknimennt. Tæki og tól: Upptökutæki og klippiforrit eða klippiapp. Höfuðatriði er að hafa upptökutæki stöðugt og rétt stillt. Einnig að nota sama upptökutækið í öll skiptin. Verklýsing: Nemendur ásamt kennara velja í upphafi stað fyrir upptökur þar sem tekin er mynd af skóg- inum á ákveðnum tímum með sama sjónar- horni í eitt ár. Fyrsta taka er um áramót, síðan einu sinni í mánuði fram í mars, þá tvisvar í apríl og síðan vikulega frá apríl fram í júní. Tökur hefjast aftur þegar skóli tekur til starfa í ágúst. Þá eru teknar myndir vikulega fram í nóvember og einu sinni í desember. Þegar tökum er lokið eru mynd- brotin klippt til þannig að úr verði heilsteypt myndskeið er sýnir þá útlitsbreytingu er skógur- inn verður fyrir á einu ári. Þegar verkefnið er hafið fara nemendur til skiptis á staðinn í tveggja til þriggja manna hópum og taka myndskeið í tiltekinn tíma. Verk- efnið tekur yfir eitt ár, frá áramótum til næstu áramóta. Hægt er að meta eftirtalin atriði: Myndataka, klipping, hversu vel breytingar skógarins s.s. haustlitir og laufgun koma fram í myndinni. 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=