Lesið í skóginn
18 MIÐSTIG UNGLINGASTIG YNGSTASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Helga Teitsdóttir Birki- og fjallagrasabrauð Markmið: Auka þekkingu á íslenskum villijurtum og nýtingu þeirra, kynnast matargerð áður fyrr og nýtingu á náttúruauðlindum. Auka þekkingu á umhverfinu og efla hæfni í greiningu á aðstæðum. Námsgreinar: Náttúrugreinar og heimilisfræði. Tæki og tól: Fjallagrös, birkilauf, brauðefni og bakstursáhöld. Einnig er gott að hafa bók um íslenskar lækn- ingajurtir til greiningar á plöntum. Þá er hægt að nota aðrar jurtir sem krydd í brauð og te, t.d. blóðberg og ljónslappa. Verklýsing: Fjallagrös tínd að hausti og þurrkuð. Birkilauf eru tínd að sumri eða snemma hausts og fryst. Fjallagrös skoðuð og lögð í bleyti. Söxuð niður ásamt birkilaufum og sett í brauðdeig. Brauðið bakað og smakkað. Rætt um notkun fjallagrasa í súpu og te. Einnig fræðast nemendur um lækningamátt jurtanna. Hægt er að nota hvaða grunnuppskrift að brauði sem er og bæta þessum kryddjurtum í blönduna. Varast ber að setja of mikið af jurtum út í þar sem þær hafa mjög afgerandi bragð hvor um sig. Samtímis er hægt að kynna nemendum fjallagrasamjólk sem heilsudrykk eldri kynslóða. Það vekur alltaf lukku og áhuga á því sem áður var. Nemendur læra um fjalla- grös og lækningamátt þeirra, sem hefur verið þekktur í aldaraðir á Íslandi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=