Lesið í skóginn

17 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Katrín Úlfarsdóttir, Hrafnagilsskóla Bókamerki Markmið: Kynnast grenndarskógi og ólíkum tegundum lauftrjáa. Auka þekkingu á umhverfinu og efla hæfni í greiningu á aðstæðum. Námsgreinar: Náttúrufræði, íslenska, stærð- fræði og upplýsinga- og tæknimennt. Tæki og tól: Lófabók, laufblöð, mislitir pappírsrenningar (A4-blöð skorin í fernt), límstifti. Greiningarlykill, t.d. á vef eða vefur Skógræktarinnar . Eitthvað til að pressa með og plöstunarvél eða bókaplast. Gott að gera í upphafi vetrar því þá er þörf fyrir bókamerki. Verklýsing: Nemendur búa sér til lófabók og fá þeir fyrirmæli um að safna nokkrum mismunandi laufblöðum sem ekki eru stærri en svo að hægt væri að smeygja þeim inn í lófabókina. Bækurnar eru pressaðar saman í u.þ.b. viku. Því næst er laufblöðunum raðað á pappírsrenning og þau síðan límd föst. Farið yfir það af hvaða tegundum laufblöðin eru og í framhaldi geta nemendur merkt á verkefni sitt hvaða tegundir eru á bókamerki þeirra. Skreytt og merkt eftir smekk hvers og eins. Nemendur plasta sinn renning með bókaplasti eða í plastvél, ef það er í boði. Bókaplastið er mýkra og meðfærilegra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=