Lesið í skóginn

16 YNGSTA STIG Unglingastig MIÐSTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Hulda, Hrafnagilsskóla Brum Markmið: Skoða og ræða um afleiðingar árstíðabreytinga í nánasta umhverfi nemenda, gera athuganir þar sem fylgst er með einföldum lífsferlum, skrá atburði og athuganir í orði og mynd. Þjálfa að greina frá atburðum og hugmyndum. Auka þekkingu á umhverfinu og efla hæfni í greiningu á aðstæðum. Námsgreinar: Náttúrugreinar. Tæki og tól: Unnið seinni part vetrar, áður en brum fara að þrútna. Klippur og ílát undir greinar og vatn. Auðvelt að yfirfæra á eldri nemendur. Lestrarefni : Græðlingur 1-4 Verklýsing: Nemendur byrja á því að læra um það hvernig brum þrútnar og springur út í blóm eða lauf. Farið er með hópinn í gönguferð í grenndarskóg þar sem hvert barn velur sér grein á tré. Nem- endur klippa greinar af ösp, birki og lerki. Þegar heim er komið eru greinarnar settar í vatn. Þá er fylgst með því í skólastofunni hversu langan tíma tekur fyrir brumið að þrútna og hversu lengi blöð á ösp og birki eða barr á lerki er að springa út. Skrásett er jafnóðum hvað er gert hverju sinni. Skráðar dagsetningar og framvinda greinanna af hverri tegund fyrir sig. Gott er að vinna út frá hefðbundinni skýrslugerð í náttúrufræðiathug- unum, hvort sem er skráð í texta eða myndum. Það þarf að fylgjast reglulega með til að sjá framvinduna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=