Lesið í skóginn

15 UNGLINGASTIG YNGSTASTIG MIÐSTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundar: Helena Eiríksdóttir og nemendur Bútasaumsteppi Markmið: Vinna bútasaumsteppi allt frá grunni. Læra að útfæra eigin hönnun og hugmyndir í fram- kvæmd ásamt því að vinna með þau tæki og tól sem tengjast textílmennt. Efla leikni í handavinnu og auka hæfni í sjálfstæðum vinnu- brögðum. Námsgreinar: Textílmennt og náttúrugreinar. Tæki og tól: Pappír og blýantar til hugmyndavinnu. Tölva og skjávarpi til að stækka hugmyndina sem valin er. Bómullarléreft, flísófix og bómullarvatt til að vinna teppið úr. Saumavélar, straujárn og fata- tússpenni. Gott er að hafa bækur um laufblöð við höndina. Verklýsing: Byrjað er á að fara út með nemendur þar sem þeir virða fyrir sér hvernig tré eru og kynna sér vöxt og lögun trjáa og laufblaða. Þá eru allir í hópnum látnir rissa upp mynd af trjám. Síðan velur hópurinn eina mynd til frekari vinnslu. Sú mynd er skönnuð í tölvu og stækkuð með skjávarpa í þá stærð sem áætlað er að nota. Þá er nemendum skipt niður og verkefnunum við teppið skipt milli þeirra. Hver nemandi hefur þá einhvern hluta af teppinu til vinnslu. Hópurinn sem er í þessu verkefni vinnur sameiginlega að því verkefni að útbúa eitt teppi og læra með því mikilvægi vandvirkni og samvinnu. Upplagt er að hver og einn nemandi í skólanum fái síðan tækifæri til að vinna sitt eigið laufblað fyrir tréð á teppinu, ef það er framkvæman- legt út frá fjölda nemenda. Með þessu fæst góð samvinna og samkennd á meðal nemenda skólans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=