Lesið í skóginn

14 YNGSTA STIG MIÐSTIG Unglingastig 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundar: Bente, Dagbjört, Hrund, Margrét, Þorsteinn Fjöruferð Markmið: Kynna fyrir nemendum lífríki fjörunnar og þroska með þeim samkennd með lífi, náttúru og umhverfi. Gefa þeim tækifæri til að njóta úti- veru og skynja náttúrufegurð. Þjálfa leikni á vettvangi og efla hæfni í verklegu námi. Námsgreinar: Samfélagsgreinar, náttúrugreinar og myndmennt. Tæki og tól: Nemendur verða að vera vel undirbúnir áður en farið er í fjöruna. Þeir kynna sér lífríkið og sjávarföllin. Helstu tól eru krukkur, háfar, pokar, greiningarlykill um smádýr og öflugt ímyndunarafl. Les- og ítarefni: Komdu og skoðaðu hafið, Fjaran og hafið, Úti um mela og móa, Dagur íslenskrar náttúru – Fjaran, ásamt fræðiritum. Verklýsing: Farið í fjöru og þar safna nemendur efni sem notað er til að æfa greiningar eftir greiningar- lyklum og til annarrar úrvinnslu. Til dæmis má safna marflóm, beitukóngseggi, hrossa- þara, krabba og ýmsu öðru (eftir því sem á við á hverjum stað). Einnig er gaman að standa í fjöruborðinu og leyfa nemendum að skynja sjávarföllin. Sérstaklega er það spennandi fyrir hópa sem ekki búa við strendur landsins. Í raun eru óteljandi leiðir til að vinna úr svona ferð þegar heim er komið. Sem dæmi má nefna einhvers konar myndverk úr efniviði fjörunnar þegar hann hefur verið þurrkaður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=