Lesið í skóginn
13 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Andakílsskóli Fuglahús Markmið: Útbúa fallegan nytjahlut fyrir náttúruna úr náttúrunni. Þjálfa leikni í vali á aðferðum og auka hæfni í útfærslu verkefna. Þjálfa leikni nemenda á vettvangi og efla hæfni í verklegu námi. Námsgreinar: Náttúrugreinar, myndmennt, stærðfræði og smíði. Tæki og tól: Mót af húsi (ef vill), viður og greinar, klippur, sög, hamar, naglar og/eða límbyssa. Verklýsing: Allir nemendur skólans geta komið að gerð fuglahúsa á þennan hátt. Ekki skemmir fyrir að þeir eldri aðstoði þá yngri ef hægt er að koma því við. Fyrst er útbúið fuglahús úr léttu smíða- efni eða afgöngum. Síðan þarf að negla eða líma greinar úr grenndarskógi á húsið. Þar er gott að hafa samvinnu á milli nemenda þar sem erfitt getur reynst að halda litlum greinum á sínum stað. Þeir eldri negla kannski frekar en þeir yngri geta þá límt á sín hús. Þetta verkefni er aðallega unnið inni en að vísu þarf að fara út til að finna greinar í húsið. Ekki þarf frekar að þurrka greinar áður en þær eru notaðar utan á húsin. Svo skemmir ekki fyrir ef húsunum er komið fyrir í grenndarskóginum þar sem hægt er að fylgjast með því hvort þau nýtist íbúum skógarins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=