Lesið í skóginn

12 MIÐSTIG Fuglar í skógi að vetri YNGSTASTIG EFSTASTIG 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Anna Guðmundsdóttir Markmið: Að nemendur þekki í sjón algengustu lífverur í sinni heimabyggð og einkennisfugla á helstu búsvæðum landsins. Geta nefnt íslenska staðfugla. Auka þekkingu á umhverfinu, þjálfa leikni nemenda á vettvangi og efla hæfni í verklegu námi. Námsgreinar: Náttúrugreinar, íslenska, myndmennt og upplýsinga- og tæknimennt. Tæki og tól: Sími, spjaldtölva, tónhlaða eða annað tæki sem geymt getur upptökur. Fuglahljóð hlaðin niður af netinu til dæmis af Fuglavef eða annars staðar . Einnig er gott að hafa kíki meðferðis. Auðvelt er að yfirfæra þessa aðferð á aðra fugla eða önnur dýr í nágrenninu, einnig fyrir aðra aldurshópa. Þá skiptir líka máli að vita hvar sé best að leita að þeirri fuglategund sem á að rannsaka. Verklýsing: Að skoða atferli a) músarrindils og b) glókolls. Undirbúningur: Skoða myndir af fuglunum áður en farið er af stað. a) Hátalara komið fyrir í rjóðri, söngur músar- rindils spilaður og fylgst með atferli hans. Athugið að músarrindlar eru oft í nágrenni lækja, einnig þar sem greinahrúgur liggja. b) Hátalara er komið fyrir við lerki- eða greni- lund, söngur glókolls spilaður og fylgst með hvort hann kemur í trjákrónurnar. Glókollur er nýlegur landnemi en hefur dreift sér víðast hvar í barrskóga og -lundi á landinu. Nemendur greina trén sem fuglarnir sjást í eða við. Þegar heim er komið skrifa nemendur stutta lýsingu á atferli fuglanna sem sáust og hvar þeir héldu sig. Yngri nemendur geta teiknað. Getur nýst öllum aldurshópum og má e.t.v. reyna á öðrum tímum til að athuga hvort atferli er það sama á veturna og að vori og hausti. Einnig mætti reyna fleiri fuglategundir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=