Lesið í skóginn

11 YNGSTA STIG MIÐSTIG UNGLINGASTIG Göngustafur 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Margrét Eðvarðsdóttir Markmið: Efla leikni og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögð- um. Efla þekkingu nemenda á náttúrunni og notagildi afurða hennar. Námsgreinar: Smíði, náttúrugreinar, stærðfræði, samfélagsgreinar og íþróttir. Tæki og tól: Sverar aspar- eða víðigreinar, beinar birkigreinar eða sambærilegt greinaefni a.m.k. 1 metra langt. Greinaklippur, sagir, tálguhnífur, raspur, brennipenni, sandpappír, lakk, vax eða olía til yfirborðsmeðhöndlunnar. Verklýsing: Nemendur finna sér sverar greinar sem henta þeim í stærð sem göngustafir. Þeir velja síðan sjálfir hvernig unnið er úr efniviðnum og gott er ef þau ákveða fyrir fram hvernig þau vilja skreyta og vinna sinn staf. Hægt er að tálga börkinn alveg af eða að hluta til. Þá er hægt að tálga hvers konar mynstur í börkinn eða viðinn. Gott er að tálga börkinn af þar sem handfangið á að vera og pússa vel svo nemendur fái ekki flísar þegar þeir nota stafinn í göngur. Þá er hægt að nota þjalir/raspa til að gera mynstur og tálga kalla eða fígúru í stafinn sinn. Einnig er gaman að brennimerkja mynstur eða myndir og merkja sér stafinn. Mikilvægt er að nemandi sé sáttur við stærð stafsins síns og að hann liggi vel í hendi við notkun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=