Lesið í skóginn
10 MIÐSTIG UNGLINGASTIG Græðlingaræktun 40212 – LESIÐ Í SKÓGINN Höfundur: Ólafur Oddsson YNGSTASTIG Markmið: Að nemendur kynnist því hvernig nýjar plöntur verða til við að láta græðlinga mynda rætur. Læra að ljós, vatn og hiti kveikja líf í greininni. Efla leikni í vinnubrögðum og auka hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Námsgreinar: Náttúrugreinar og samfélags- greinar. Tæki og tól: Greinaklippur, vatnsfata, málband, víðiplöntur (s.s. körfuvíðir), berjarunnar: sólber, rifsber eða stikilsber sem þarf eða má taka innan úr. Verklýsing: Hægt er að taka græðlinga af mörgum lauf- trjám, einkum víðitegundum og ýmsum runna- tegundum. Ýmist eru græðlingar teknir seinni part vetrar eða að sumarlagi. Stiklinga af rifs- og stikilsberjum þarf að taka og stinga niður á sumrin en annars eru yfirleitt notaðir vetrar- græðlingar eins og fyrir ösp, ýmsar víðitegundir og sólber. Þessa vinnu má hefja eftir páska, safna efninu og setja í vatn eða sand, eða beint í mold. Hafi ekki verið búið að ákveða hvar eigi að setja græðlingana má grafa holur fyrir þá og setja húsdýraáburð undir, stinga þeim beint í jörðina, setja í beð eða pott. Víðir og berjarunnar henta vel til að búa til kanta í skógi, þar sem þeir fá skjól og mikla birtu en þar eiga berjarunnarnir auðveldara með að þroska berin.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=