Leiklist í kennslu
8 LEIKLIST Í KENNSLU 1. Hvers vegna er leiklist mikilvæg? Sagt er að sérhvert barn sé listamaður. Vandinn er hins vegar að við- halda listamanninum í barninu þegar það vex úr grasi. Þessi orð eru leiðarljós höfunda bókarinnar. Gengið er út frá því að allir búi yf ir ein- hverri hæfni til að skapa og túlka en síðan þroska aðstæður og umhverf i þessa hæf ileika misjafnlega mikið. Leiklist getur verið tæki til forvarnar. Aðferðir leiklistar stuðla markvisst að því að styrkja sjálfsmynd unglinga þannig að þeir taki ákvarðanir sem byggðar eru á eigin skoðunum og tilf inningum en ekki vegna áhrifa frá félögum. Hlutverkaleikur veitir þá vörn sem er nauðsynleg þegar fjallað er um erf ið mál, til dæmis í lífsleikni. Auðveldara er að tjá sig á bak við grímu í einhverri mynd, hún veitir vörn, stendur á milli manns og raun- veruleikans þannig að hægara er að fara út fyrir gef in mörk. Börn búa yf ir hæfni til að leika sér, setja sig í spor annarra og lifa sig inn í ímynd- aðar aðstæður. Þau koma í skólann með þessa sérstöku hæfni sem kenn- ari getur síðan viðhaldið og notað sem kennslufræðilegt af l. Nýjar heilarannsóknir sem gerðar voru í tengslum við mikilvægi tilfinn- ingagreindar hafa sýnt fram á að tilfinningaleg reynsla getur stuðlað að námi hvort sem hún er fengin við raunverulegar aðstæður eða tilbúnar eins og í leikferli. 1 Þessi bók er byggð á hugmyndafræði tveggja breskra sérfræðinga um leiklist í kennslu, Gavin Bolton og Dorothy Heathcote. Hugmyndir þeirra náðu fótfestu meðal kennara í Bretlandi og víðar á áttunda ára- tugnum. 2 Aðferðafræðin miðast við að unnið sé með heilar bekkjadeildir en fyrri leiðir höfðu beinst að minni hópum og verið erfiðari í fram- kvæmd. Áhersla er lögð á að nemendur byggi á eigin reynslu, lifi sig inn í ímyndað ferli og taki að sér þær skuldbindingar sem hlutverkið gerir til þeirra. Skilningur og nám á sér stað þegar nemandinn setur sig í hlut- verk, kannar og skoðar mikilvæga þætti í mannlegum samskiptum, tekur ákvarðanir og dregur ályktanir. Hann byggir á eigin reynslu en eykur við þekkingu og reynslu á meðan hann er að takast á við vandamálin og f inna lausnir. Að lokum er ferlið endurmetið og nemendur læra að greina og meta eigið framlag og annarra. 3 Jonothan Neelands, prófessor við Warwick háskóla í Bretlandi, er einn af þeim sem hefur haldið á lofti hugmyndum og aðferðum sem Bolton og Heathcote mótuðu. Neelands hefur þróað þær og lagað að breyttum tímum. Hann gengur út frá því að leiklist endurspegli samfélagið og telur að með hlutverkaleikjum geti nemendur nálgast skilning á kjarn- anum í því að vera manneskja. Hann hefur markvisst unnið að því að brúa bilið sem skapaðist á milli leiklistar í kennslu annars vegar og leik- listar í leikhúsi hins vegar og leggur áherslu á að þetta séu tvær greinar á sama meiði. Í skólastarf i er leikhústækni notuð til að skoða viðfangsefni náms og þegar nemendur móta og þróa verk sín til að deila með öðrum nota þeir sýningar á sama hátt og leikhús. 4 1 Norman. 2002. National Drama. Bls. 34–40. 2 Bolton hefur gef ið út nokkrar bækur einn og einnig bækur og greinasöfn í samvinnu við Heathcote. Fyrsta bók Boltons er Towards a theory of drama in education . Fyrsta bók um störf Heathcote er rituð af Betty Wagner. Dorothy Heathcote. Drama as a learning medium. 3 Heathcote. 1984. Dorothy Heathcote, Collected writings on education and drama. Bls. 90 – 92. 4 Neelands. 2002. National Drama . Bls. 2–3.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=