Leiklist í kennslu

6 LEIKLIST Í KENNSLU Inngangur , , E f hæg t er að ger a ver ö l d i na e i n f a l da r i , þann i g að auðve l da r a s é f y r i r bör n að s k i l j a hana , þv í þá ek k i að not a fær a s ér það? ” Dorot hy Hea t hcot e Leiklist er þverfagleg grein sem er ætlað að auka fjölbreytni í kennslu- aðferðum og samþætta uppeldis-og menntamarkmið eins og þau eru sett fram í 2. grein grunnskólalaga. Fjallað er um leiklist sem kennslu- tæki er stuðlar að sjálfstæði nemenda. Í leiklist er markvisst unnið að því að ef la ábyrgðarkennd, frumkvæði, sjálfstæði og umburðarlyndi nem- enda og gefa þeim tækifæri á að af la sér þekkingar sem ýtir undir frum- lega hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. Sérstaða og eiginleikar leikrænnar reynslu bjóða upp á einstaka námsmöguleika. Nemendur ganga inn í ímyndaðan heim og takast á við margvísleg hlutverk, þeir lifa sig inn í aðstæður og verða að taka ákvarðanir og bera ábyrgð á af leiðingum þeirra. Nemandinn byggir á eigin reynslu og skilningur og nám á sér stað þegar hann tengir hana, eigin reynsluheimi. Hlutverk kennara er að búa til aðstæður þar sem nemendur fá tækifæri til að skapa, túlka og tjá eigin hugmyndir og annarra. Höfuðáhersla í leiðsögn kennara er hvatning og jákvæð gagnrýni. Kennarar þurfa að búa yf ir ákveðinni þekkingu og áræðni til að beita þessum aðferðum. Bókin er ekki leiðsögn um menntun leikara eða leik- listarkennara, heldur stuðningur við hugmyndir sem byggja á ákveðinni aðferðafræði. Í henni eru fjölbreyttar leiðbeiningar til að nota markvisst við kennslu. Ekki er nauðsynlegt að kennarar haf i formlega menntun í þessum fræðum heldur á bókin að vera aðgengileg öllum. Við gerð hennar og útfærslu hugmynda á vef hafa höfundar það að leiðarljósi að kennslufræðilegt ferli leiði til jákvæðrar reynslu. Bókin skiptist í ellefu kaf la. Fyrstu þrír fjalla um hugmyndafræði, for- sendur, hlutverk og aðferðafræði kennara. Sá fjórði er um fjölbreyttar kennsluaðferðir. Síðan koma hugmyndir um hvernig má raða kennslu­ aðferðum saman og vangaveltur um leikhús og leiki sem kennslutæki. Næst kemur kaf li sem sýnir hvernig hugmynd þróast í sýningu. Þá eru kaf lar með tillögum um þjálfun framsagnar og raddbeitingar og kaf li um námsmat. Einnig eru upplýsingar um hugmyndabanka á vef Námsgagnastofnunar. Í lok bókar er orðalisti sem tengir efni hennar við erlend rit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=