Leiklist í kennslu
LEIKLIST Í KENNSLU 65 Mikilvægt er að kennarar prófi sig áfram með kennsluaðferðir og leiðir þannig að fjölbreytni sé í fyrirrúmi. Höfundar vita að margir kennarar vinna markvisst með skapandi verkefni og eru duglegir að miðla öðrum af reynslu sinni. En betur má ef duga skal. Tökum höndum saman, vinnum saman að skapandi verkefnum, ræðum um þau, metum kosti og galla og skrifum meira kennsluefni. Öll ofangreind atriði geta hjálpað til við að mennta sjálfstæða og ábyrga einstaklinga. Upplýsingar um vefsíðu leiklistar Hugmyndabanki á vefsíðu miðast við áfangamarkmið í leiklist við lok 4., 7. og 10. bekkjar í aðalnámskrá. Einnig tengjast markmið verkefnum aðalnámskrár í íslensku, lífsleikni, samfélagsgreinum eða öðrum náms- greinum. Leitast er við að hafa hugmyndabankann fjölbreyttan og aðgengilegan. Víða er vísað beint í verkefni á vefsíðu. Verkefnin miðast við að kennari haf i möguleika á að breyta þeim og laga að aðstæðum og mismunandi aldri. Hugmyndabanki er í þremur meginf lokkum: • Yngsta stig 1– 4. bekkur. • Miðstig 5.–7. bekkur. • Unglingastig 8.–10. bekkur. Orðalisti Tilgangur listans er að auðvelda lesendum að tengja bókina erlendu lesefni um leiklist í kennslu. Alter Ego – Innri raddir Circle of Life – Lífsferill Circular Drama, role on the wall – Nemendur rannsaka lífsferli út frá gefnum upp- lýsingum. Collective Drawing – Nemendur teikna sameiginlega mynd til að varpa ljósi á líf fólks við ákveðnar aðstæður. Conscience Alley – Samviskugöng Drama Convention – Kennsluaðferðir Flashback – Afturhvarf, endurlit Forum Theatre – Þátttökuleikhús Hot Seating – Kastljós Mantel of Experts – Sérfræðingar Narrative – Frásögn Ref lection – Upprif jun og mat eða ígrundun Ritual – Formleg athöfn Sound–Tracking – Hljóðmynd Still–Image, Tableaux, Statue – Kyrrmynd Symbol – Tákn Teacher in Role – Kennari í hlutverki
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=