Leiklist í kennslu

64 LEIKLIST Í KENNSLU • Bréf til eða frá einhverri af persónunum í leikferlinu. • Nemandi semur lítinn leikþátt. • Ritgerð um táknrænan atburð í leiknum. • Dagbókarfærslur. • Nemandinn semur sögu eða endursegir. Heppilegt er að tengja ritunina íslenskukennslu. Þannig verður ferlið markvissara heldur en ef skrifin eru sett á dagskrá eingöngu með mat í huga. Mat á sýningu Nemendur sýna afrakstur vinnu sinnar. Matið byggist á f lutningi, fram- setningu og tjáningu. Meta má frumleika, færni til að skipuleggja eigið framlag, samstarfshæfni og hlustun. Að auki gæði og raunsæi í lausnum. Að f lutningi loknum fer kennari yf ir hvað betur hefði mátt fara og hvað hefur tekist vel. Rökstutt jafningjamat eftir sýningu getur verið áhuga- vert, það kennir nemendum að hlusta og fylgjast vel með því sem fram fer á sviðinu. Lokaorð Í þessari bók hefur verið reynt að gefa nokkra yf irsýn yf ir notkun leik- listar í kennslu. Vonandi verður bókin til þess að kennarar fyllist áhuga á að prófa og þróa kennsluaðferðir leiklistar. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á fjölbreytni í kennsluaðferðum og kennsluefni þar sem nemendum henta ólíkar leiðir við nám og hafa mismunandi námsstíl. Fjölbreytni hlýtur að auka líkur á að kennari viðhaldi áhuga nemenda. Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands hefur rann- sakað kennsluaðferðir kennara. Í rannsókninni kom fram að f lestir kenn- arar leggja áherslu á mismunandi aðferðir og ólík kennslugögn ásamt jákvæðri hvatningu en þegar kemur að skapandi skólastarf i virðist vera minna um það. Einnig gildir það um hópvinnu, leiklist, opnar umræður, lausnar- og leitarnám. 25 Hvað skyldi valda þessu? Eru kennarar hræddir við að missa stjórn á bekknum eða kenna þeir ef til vill eins og kennarar þeirra í æsku gerðu? Með öðrum orðum eru fyrirmyndirnar of sterkar? Ingvar fékk þau svör frá kennurum að þeir hefðu áhyggjur af því hve tímafrekar skapandi kennsluaðferðir eru, kennarar þurfi að komast yfir ákveðið efni samkvæmt aðalnámskrá. Einnig nefndu kennarar að þeir finni fyrir þrýstingi frá foreldrum, samkennurum og nemendum að kenna eftir bókinni og halda sig við staðreyndir. Að auki var nefnt að þeir hefðu of mikið á sinni könnu þannig að vinnubækur og eyðufyllingar- verkefni væru auðveldari kostur. Að lokum sögðu kennarar að með vinnu­ bókum hefðu þeir betri stjórn á bekknum. Leitt er ef kennarar veigra sér við að leggja fyrir skapandi verkefni. Að vísu er það staðreynd að í skap- andi verkefnum er engin trygging fyrir því að allt gangi upp en ef kennari hefur skýr markmið og er vel undirbúinn verður verkefnið auðveldara. 25 Ingvar Sigurgeirsson. 1992. The Role, use and Impact of Curriculum Materials in Intermediate Level Icelandic Classrooms. Bls. 274.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=