Leiklist í kennslu

LEIKLIST Í KENNSLU 63 hann getur fyllt inn í. Kennari getur valið ákveðinn fjölda nemenda til að meta í hverjum tíma. Nemendamat Það er ekki síður mikilvægt að fá mat nemanda á eigin framlagi. Við matið þarf nemandinn að rifja upp ferlið og um leið þarf hann að vera raunsær á vinnu sína. Kennari getur, ef hann sér ástæðu til, spjallað við nemandann um ákveðna þætti í sjálfsmatinu. Gagnlegt getur verið að bera saman sjálfsmat og jafningjamat ásamt mati kennara. Þessar umræður gefa möguleika á að ræða um líðan nemandans. Jafningjamat Einstaklingar leggja mismikið af mörkum þegar unnið er í hópum. Þetta veldur oft pirringi meðal nemenda og skapar óróa innan hópa. Þess vegna er afar mikilvægt að nemendur eigi möguleika á að leggja mat hver á framlag annars í hópvinnunni um leið og hópurinn metur fram- lag sitt í heild. 24 Ekki má gleyma að skrifa í matið þegar einstaklingar hafa lagt sig fram. Á matsblaði geta verið áleitnar spurningar sem kalla á afdráttarlaus svör og nemendur verða að rökstyðja. Sýnismappa–portfolio Sýnismappa getur einnig verið góður kostur. Nemendur safna verkefnum í möppur yf ir vinnutímabilið. Mappan er síðan metin eftir vandvirkni, frumleika og samviskusemi. Slíkt mat getur gef ið greinargóðar upplýs- ingar um nemandann. Myndband Góð leið er að taka upp á myndband vinnuferli nemenda. Þessar upp- tökur er síðan hægt að nýta við mat á ferli því oft koma í ljós hlutir sem geta komið nemanda að notum við sjálfsmat. Kennari þarf hins vegar að vera meðvitaður um að neikvæðni komi ekki upp í garð ákveðinna nemenda. Upptaka af þessu tagi er síðan lifandi heimild fyrir skóla um nám í leiklist í kennslu. Skrifað í hlutverki Skrif nemenda í hlutverki geta hjálpað verulega þegar kennari metur skilning þeirra á innihaldi leikferlisins. Þroski og aldur nemenda ræður því hversu miklar kröfur eru gerðar til ritunar. Þetta gætu verið tvær til þrjár setningar frá yngri nemendum en fjölbreyttari verkefni hjá þeim eldri. Til dæmis gætu eftirfarandi verkefni verið ákjósanlegir kostir: 24 Lilja M. Jónsdóttir. 1996. Skapandi skólastarf . Bls. 51.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=