Leiklist í kennslu

62 LEIKLIST Í KENNSLU 11. Námsmat Erfitt er að hafa formlegt mat á námsárangri í leiklist þar sem oftast er um hópvinnu að ræða og ekki alltaf hægt að fylgjast með hverjum og einum. Að auki er verið að fjalla um huglæga þætti sem erfitt er að útskýra og mæla. Útkoman er einnig óútreiknanleg, ekki er vitað þegar lagt er af stað hvernig hið leikræna ferðalag muni enda. Leiklist í kennslu kallar því á mjög fjölbreytilegar matsaðferðir. Mat á leikferli er jafn mik- ilvægt og annað námsmat sem framkvæmt er í skólum. Kennari verður að geta fylgst með þroska og þróun nemandans. Þegar leiklist er notuð sem kennsluaðferð er alltaf „byggt ofan á“ það sem nemendur hafa áður lært. Kennari verður fyrirfram að vera búinn að ákveða hvað hann ætlar að meta og hvernig. 23 Hann þarf síðan að ræða um matið við nemendur þannig að öllum sé ljóst hvaða matsaðferðir eru notaðar. Mikilvægt er að hafa matið sýnilegt, ekki einungis fyrir kennara heldur einnig nem- endur og forráðamenn. Námsmatið gerir kleift að ræða það sem áunnist hefur í leikferlinu og setja markmið fyrir atriði sem upp á vantar. Gagn- legt er að nemendur, kennari og forráðamenn fari saman yfir matið, það eykur líkur á því að nemendur geri sér grein fyrir veikum hliðum sínum og sterkum. Að taka þátt í eigin námsmati eykur ábyrgðartilfinningu nemenda. Hér á eftir verða raktar nokkrar matsaðferðir: • Kennari fylgist með störfum nem- enda og skráir jafnóðum hjá sér. • Nemendamat. • Jafningjamat. • Sýnismappa — portfolio. • Myndband. • Skrifað í hlutverki. • Mat á sýningu. Kennari fylgist með stör fum nemenda og skráir hjá sér Símat er hentugt þegar meta á vinnu­ lotu í leiklist. Kennari fylgist með nem- endum, skráir hjá sér athugasemdir og metur ferlið jafnt og þétt. Reynslan sýnir að nemendur leggja sig meira fram þegar þeir vita að símat er í gangi. Meta má samskiptafærni, sam- vinnu, virðingu, ábyrgð, hugmynda­ f lug, listina að hlusta, að taka frum- kvæði, hjálpsemi við aðra og jákvæðni. Auðvelt er fyrir kennara að útbúa ein- hvers konar eyðublað eða gátlista sem 23 Lilja M. Jónsdóttir. 1996. Skapandi skólastarf . Bls. 49. Sama gátlista með mismunandi fyrirsögn, má nota við sjálfsmat hóps, jafningjamat og kennaramat. Einnig má breyta einstaka atriðum eins og í mati kennara er gott að hafa reit sem tekur nánar á hlustun á aðra hópa. Sjálfsmat Hópur: Hafið í huga orð eins og frábært - gott - í lagi – hefði mátt gera betur Samvinna í hópnun • Samstarfshæfni • Verkaskipting • Hlustun á aðra nemendur Efnistök • Uppbygging • Frumleiki • Hæfni til að setja fram hugmyndir Flutningur/túlkun • Framkoma • Raddbeiting • Áhugi • Öryggi Annað Umsögn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=