Leiklist í kennslu
Mat á ræðuf lutningi Mjög góð Góð Í lagi Má betur fara Líkamsstaða ............................................................................. Efnistök ..................................................................................... Flutningur ................................................................................. Tengsl við áheyrendur ............................................................. Nafn:............................................... LEIKLIST Í KENNSLU 61 • Áður en upplestur hefst er gott að líta yf ir hópinn og ná athygli með augnsambandi. Talað er um að þetta taki um 40 sekúndur. Ekkert liggur á, nemandinn sem les á augnablikið. • Nauðsynlegt er að líta upp úr lestrinum við og við og þannig ná sam- bandi við hlustendur. • Lesa rólega og örugglega og gæta þess vel að stoppa við punkta, þá nær maður vel að anda og búa sig undir framhaldið. • Handapat og aðrar ónauðsynlegar hreyf ingar draga athygli frá inni haldi lestursins. • Mikilvægt er að staldra við eftir að lestri er lokið, líta yf ir hópinn og fara síðan rólega í sæti sitt. Oft eiga nemendur það til að rjúka í sæti sitt jafnvel áður en síðustu setningunni er lokið. Með æf ingu átta þeir sig hins vegar á að lokin eru alveg jafn mikilvæg og byrjunin. Framsagnarverkefni þurfa ekki að vera f lókin eða umfangsmikil. Dæmi: Tala í eina mínútu um áhugavert málefni. Þegar tveir tala um ákveðið málefni er annar með og hinn á móti: • Eru gardínur nauðsynlegar? • Íþróttir eru hollar fyrir alla. • Eru eldhúsrúllur óþarfar? • Eiga konur að mála sig? • Eru tölvuleikir hættulegir? Eftir ræðuf lutning er gagnlegt að ræða saman, bæði um kosti fram- söguerindis og galla, þannig lærir nemandinn af verkefninu. Rétt er að meta ræðuf lutning til dæmis með gátlista. Ljóð eru gagnleg til að æfa framsögn. Ljóði er skipt á milli nemenda. Dæmi: Þrír nemendur lesa saman ákveðna línu og aðrir þrír næstu og svo koll af kolli. Leggja má sterka áherslu á eitt orð í línunni, til dæmis endaorðið eða byrja ljóðið með hvísli og hækka síðan smám saman rödd- ina. Túlkun er ekki síður mikilvæg þegar hugað er að framsögn. Hvernig eru orðin sögð? Hvaða tilfinningar leggjum við í þau? Hvaða blæbrigði raddarinnar eru hentugust? Gott er að notast við matreiðsluuppskriftir þegar æfð er túlkun. Nemendur geta þá lesið uppskriftina með tilfinn- ingasveif lum, túlkað hamingju, reiði, undrun, ástríðu, afbrýðisemi, vonbrigði og ást.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=